Engar eignir upp í milljarðakröfur á Rákung

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi Rákungs lauk 23. maí og var niðurstaðan sú að engar eignir fengust upp í lýstar kröfur sem námu samtals 16,7 milljörðum króna. 

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Greint var frá því á mbl.is að líklega fyndust engar eignir í búinu og hefur sú niðurstaða nú verið staðfest. Eig­end­ur Rák­ungs voru þrír lyk­il­starfs­menn Milest­one; Guðmund­ur Ólason, Jó­hann­es Sig­urðsson og Arn­ar Guðmunds­son.

Fé­lagið skuld­ar þrota­búi Glitn­is millj­arða vegna láns sem var veitt til kaupa á hlut í bank­an­um snemma árs 2008. Rák­ung­ur fékk 5,2 millj­arða króna lán til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um og var fé­lagið tólfti stærsti hlut­haf­inn í Glitni þegar bank­inn féll árið 2008. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK