16,7 milljarða kröfur á Rákung

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Lýstar kröfur á hendur þrotabúi eignarhaldsfélagsins Rákungs nema 16,7 milljörðum króna og stefnir í að skiptum verði lokið án þess að neinar eignir fáist upp í kröfurnar. Þetta staðfestir skiptastjóri þrotabúsins í samtali við mbl.is en samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu verður skiptafundur haldinn í lok maí. 

Greint var frá gjaldþroti Rákungs á mbl.is í janúar en í fréttinni voru skuldir félagsins metnar út frá skráðum skuldum í ársreikningi fyrir árið 2016. 

Félagið skuldar þrota­búi Glitn­is millj­arða vegna láns sem var veitt til kaupa á hlut í bank­an­um snemma árs 2008. Rák­ung­ur fékk 5,2 millj­arða króna lán til kaupa á hluta­bréf­um í bank­an­um og var fé­lagið tólfti stærsti hlut­haf­inn í Glitni þegar bank­inn féll árið 2008. Áhættu­nefnd Glitn­is samþykkti lán­veit­ingu að því til­skildu að eigið fé yrði á bil­inu 300 til 500 millj­ón­ir króna. 

Eigendur Rákungs voru þrír lykilstarfsmenn Milestone; Guðmundur Ólason, Jóhannes Sigurðsson og Arnar Guðmundsson, að því er kemur fram í frétt DV frá ár­inu 2010. Nú er það í 100% eigu eignarhaldsfélagsins Glitnir HoldCo, sem var stofnað eftir að slitabú Glitnis lauk nauðasamningum í árslok 2015.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir