Segja eðlilega staðið að sölunni

Lýður og Ágúst Guðmynds­syn­ir, stofn­end­ur Bakka­var­ar.
Lýður og Ágúst Guðmynds­syn­ir, stofn­end­ur Bakka­var­ar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Með vísan til fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga um málefni Bakkvarar Group vill Arion banki taka fram að bankinn lítur svo á að í hvívetna hafi verið staðið með eðlilegum og faglegum hætti að framkvæmd á söluferli á eignarhlut í BG12 í Bakkavör Group og hafnar bankinn alfarið vangaveltum um annað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Þar segir enn fremur að bankinn hafi átt óbeinan hlut í Bakkavör Group Ltd í gegnum eignarhaldsfélagið BG12 en þann hlut hafi bankinn eignast í kjölfar skuldaskila. „Samkvæmt lögum gat bankinn einungis haldið á hlutnum í takmarkaðan tíma og bar bankanum skylda til að selja eignarhlutinn um leið og tækifæri gæfist,“ kemur fram í tilkynningunni.

Fram kom í Fréttablaðinu í gær að meirihluti stjórn­ar Ari­on banka hafnaði til­lögu full­trúa banka­sýslu rík­is­ins í stjórn bank­ans um að fela innri end­ur­skoðun Ari­on banka að gera form­lega at­hug­un á sölu bank­ans á 13% hlut sín­um í Bakka­vör árið 2016.

Í tilkynningu bankans kemur fram að árið 2015 hafi verið talið skynsamlegt að selja hluti BG12 í Bakkavör Group og réð bankinn Barclays-banka til að halda utan um söluna. Ákveðið var að fara með Bakkavör Group í formlegt söluferli þar sem afmörkuðum hópi fjárfesta í þessum geira var boðin þátttaka. Barclays kynnti Bakkavör Group fyrir rúmlega 50 mögulegum fjárfestum, m.a. helstu fagfjárfestum í matvælaiðnaði og fjárfestingasjóðum. 

„Að lokum, og eftir ítarlegar viðræður við aðra fjárfesta, var ákveðið að taka tilboði bandaríska fjárfestingasjóðsins Baupost og bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, enda var það hæsta skuldbindandi tilboðið sem barst,“ kemur fram í tilkynningunni og því er bætt við að aðrir hluthafar Bakkavarar hafi einnig selt sína hluti á þessum tíma á sama verði.

Eign­ar­hlut­ur­inn sem seld­ur var þre­faldaðist í verði frá janú­ar til nóv­em­ber og fór úr 147 millj­ón­um punda í 433 millj­ón­ir. Arion banki segir þrjár ástæður fyrir því. Afkoma félagsins hafi batnað vegna ófyrirsjáanlegrar þróunar á mörkuðum félagsins, félaginu tókst að lækka skuldastöðu sína og hlutabréf félaga í matvælaiðnaði hafa almennt hækkað á markaði. 

„Með vísan til framangreinds er hafnað sjónarmiðum um að óeðlilega hafi verið staðið að ráðstöfun á eignarhlut BG12 í Bakkavör Group.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK