Málið úr höndum ríkisins eftir söluna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/​Hari

„Það voru uppi athugasemdir um ákveðin mál af hálfu stjórnarmanns og bankasýslan var sömu skoðunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins um minnisblað sem bankasýslan gerði fyrir fjármálaráðuneytið en samkvæmt því kann ríkið að hafa orðið af 2,6 milljörðum króna við sölu á hlut þess í Bakkavör árið 2016.

Haft var enn fremur eftir Bjarna að minnisblaðið lýsti stöðu ríkisins sem minnihlutaeiganda í fjármálafyrirtæki. Sú staða hafi haft áhrif á þá afstöðu ríkisins að það væri ekki góð langtímaráðstöfun fyrir það að vera í henni.

„Þessi staða í heild sinni er því að hafa ákveðin áhrif á vilja okkar til þess að selja einfaldlega þennan hlut eins og síðan gerðist á grundvelli eldri samnings,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi verið upplýst um málið á sínum tíma og ráðherranefnd fundað um það. Hins vegar hafi það verið á verksviði eigenda bankans og stjórnar að fjalla um það.

Bjarni sagði málið hafa verið afgreitt á sínum tíma á réttum vettvangi. „Eftir að ríkið hverfur frá þessu fyrirtæki sem eigandi þá er þetta mál í raun og veru úr höndunum á okkur eins og allir sjá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK