Ferðaþjónusta aldrei vegið þyngra í landsframleiðslu

Heildarneysla ferðamanna, innlendra og erlendra, hérlendis nam rúmlega 845 milljörðum …
Heildarneysla ferðamanna, innlendra og erlendra, hérlendis nam rúmlega 845 milljörðum króna árið 2023. mbl.is/Eyþór

Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu síðasta árs nam 8,8%.Hefur hluturinn aldrei verið stærri en til samanburðar nam hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu 7,5% árið 2022 og að jafnaði 8,2% á árunum 2016 til 2019, þ.a. fyrir heimsfaraldur Covid-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar. Eru tölurnar byggðar á bráðabirgðaniðurstöðum ferðaþjónustureikninga.

Heildarneysla ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, á síðast ári hérlendis hefur jafnframt aldrei verið meiri, eða rúmlega 845 milljarðar króna. Hækkaði hann um 169 milljarða milli ára. Hafa ber þó í huga að upphæðir eru á verðlagi hvers árs.

Heildarútgjöld erlendra ferðamanna nam 503 milljörðum króna á móti 325 milljörðum innlendra ferðamanna.

Vegur gistiþjónusta þyngst í útgjöldum erlendra ferðamanna.

9,7% heildarvinnustunda

Þá er áætlað að 31 milljón vinnustunda, eða því sem nemur 9,7% heildarvinnustunda á síðasta ári, hafi beintengst framleiðslu á vöru að þjónustu til endanlegra nota fyrir ferðamenn.

Var hlutfallið 9,4% árið á undan en að jafnaði 10,6% á tímabilinu 2016 til 2019.

Svipaður fjöldi og þegar mest lét

Hátt í 23 þúsund störfuðu við ferðaþjónustu á síðasta ári sem er 8% fjölgun frá 2022. Er það jafnframt svipaður fjöldi og þegar mest lét árin 2018 og 2019, þegar ríflega 23 þúsund störfuðu í geiranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK