Skipta ekki rúblum eftir mánaðamót

Landsbankinn var með rúbluhraðbanka í Smáralind í tengslum við HM …
Landsbankinn var með rúbluhraðbanka í Smáralind í tengslum við HM í Rússlandi í sumar. mbl.is/Valli

Hægt verður að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur hjá Landsbankanum fram að næstu mánaðamótum. Eftir það verður hvorki hægt að kaupa rúbluseðla né skipta þeim í íslenskar krónur þar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Landsbankans en bankinn setti í sumar upp rúbluhraðbanka í Smáralind í tilefni af heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fór í Rússlandi og var vel sótt af Íslendingum.

Í samtali við mbl.is segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, verkefnið hafa tekist vel til og hafa gengið betur en í fyrstu var spáð. 
„Við renndum svolítið blint í sjóinn með þetta og vissum í raun lítið um hversu mikil eftirspurn væri. Þetta var þó töluvert notað og við þurftum að fylla oftar á hraðbankann en við bjuggumst við.“

Hvetur fólk til að skipta 

Aðspurður hvað þeir sem enn eiga í fórum sínum rúblur eigi að gera við þær eftir 1. nóvember bendir Rúnar á að alla jafna séu rúblur ekki fáanlegar á Íslandi og segir: „Þá verður fólk að leita annarra leiða.“

Hann segir að það hafi verið tiltölulega lítið um að fólk hafi komið og skipt rúblunum sínum á síðustu vikum og hvetur Rússlandsfara sem eiga það eftir að gera það fyrir 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK