Icelandair heldur áfram að hækka

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í Icelandair halda áfram að hækka í dag eftir að hafa hækkað um 7,5% í viðskiptum í gær í Kauphöllinni. Í 40 milljóna viðskiptum í dag hafa bréf félagsins hækkað um 6,1% og er gengi þeirra nú 8,65 krónur á hlut.

Í gær var greint frá því að tilboð dótturfélags Icelandair, Loftleiða Cabo Verde, í 51% hlut í rík­is­flug­fé­lag­inu Cabo Ver­de Air­lines á Græn­höfðaeyj­um, hefði verið samþykkt.

Loft­leiðir Icelandic, sem er dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir Group, er eig­andi að 70% hlut í Loft­leiðum Cabo Ver­de en aðrir hlut­haf­ar eiga 30%.

Þá var í gær einnig tilkynnt að WOW air, helsti samkeppnisaðili Icelandair, hefði ekki náð samkomulagi við Indigo partners um fjárfestingu þess síðarnefnda í WOW air. Ákveðið hefur verið að halda þeirri vinnu áfram til 29. mars, en frestur sem áður hafði verið gefinn til að klára samkomulagið rann út nú um mánaðamótin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK