Milljarðaþrot fasteignafélags Hraðbrautar

Menntaskólinn Hraðbraut var til húsa í Faxafeni.
Menntaskólinn Hraðbraut var til húsa í Faxafeni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tæp þrjú prósent, um 23,5 milljónir, fengust upp í almennar kröfur í þrotabú fasteignafélagsins Faxafens ehf. Félagið var í eigu hjónanna Ólafs Hauks Johnson og Borghildar Pétursdóttur og hélt utan um rekstur skólahúsnæðis framhaldsskólans Hraðbrautar, sem var til húsa að Faxafeni 10.

Kröfur í þrotabúið námu rúmlega 1,1 milljarði króna. Þar af fengust 294,3 milljónir upp í veðkröfur, en almennar kröfur námu um 830 milljónum og fengust sem fyrr segir aðeins um 23,5 milljónir upp í þær kröfur. Þá var skiptatrygging að fjárhæð 350 þúsund krónur endurgreidd að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur.

Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 og var Faxafen ehf. stofnað árið 2004 til að halda utan um rekstur fasteignar Hraðbrautar. Skólinn var starfræktur til ársins 2012. Á tímabilinu var meðal annars fjallað um arðgreiðslur sem hjónin greiddu sér á árunum 2005-2008.

Árið 2010 gagnrýndi Rík­is­end­ur­skoðun starf­semi skólans í skýrslu þar kem­ur fram að skól­inn hafi fengið tæp­lega 200 millj­ón­um of mikið frá rík­inu. Á sama tíma hafi eig­andi skól­ans greitt sér 82 millj­ón­ir í arð og aðilar tengd­ir eig­anda skól­ans hafi fengið 50 millj­ón­ir að láni frá skól­an­um.

Skólastarf lagðist niður árið 2012 en fyrir fimm árum var gerð tilraun til að endurvekja skólann sem gekk ekki eftir. Ein­ung­is 30 nem­end­ur höfðu skráð sig til náms við skól­ann, í sam­an­b­urði við rúm­lega 200 sem sóttu nám þegar best lét. Skóla­gjöld­in voru 890 þúsund krón­ur fyr­ir heilt ár. Stúd­ents­próf hefði því kostað 1.780 þúsund krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK