Fimm stjórnendur látnir fara

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm millistjórnendum var sagt upp hjá Sýn í morgun og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Greint er frá þessu á Vísi en vefurinn er í eigu Sýnar.

Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra“.

Í frétt Vísis kemur fram að um er að ræða Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson verkefnastjóra og Svan Valgeirsson auglýsingastjóra.

Frétt Vísis í heild

Talsverð uppstokkun hefur verið á stjórnendateymi Sýnar að undanförnu. Sig­ný Magnús­dótt­ir tekur við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs 1. júní og Þór­hallur Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri Miðla tók við starfinu í síðustu viku. Und­ir Miðla heyra m.a. fjöl­miðlarn­ir Stöð 2, Stöð 2 sport og út­varps­stöðvarn­ar Bylgj­an, FM957 og Xið977 auk Vís­is. 

Í apríl var greint frá því að Heiðar Guðjóns­son hefði verið ráðinn for­stjóri Sýn­ar, eft­ir að Stefán Sig­urðsson hætti sem for­stjóri í fe­brú­ar en Heiðar var áður stjórnarformaður félagsins.

Þór­hall­ur tók við af Birni Víg­lunds­syni, en hann hætti í janú­ar sam­hliða því sem Ragn­heiður Hauks­dótt­ir hætti, en hún hafði leitt ein­stak­lings­svið fyr­ir­tæk­is­ins.

Síðan þá var Elm­ar Hall­gríms Hall­gríms­son ráðinn til að leiða sölu og þjón­ustu ein­stak­linga, og Trausti Guðmunds­son til að leiða fyr­ir­tækja­hlut­ann. Elmari hefur nú verið sagt upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK