Forstjóri Sýnar hættir

Stefán Sigurðsson.
Stefán Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Stefán Sigurðsson forstjóri hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri Sýnar, frá og með 1. júní nk., samkvæmt samkomulagi við stjórn Sýnar.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Þar kemur enn fremur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um ráðningu forstjóra í hans stað en ráðningarferli er hafið. Stefán muni verða stjórn innan handar þar til nýr forstjóri verður ráðinn.

Stjórn félagsins hefur falið Heiðari Guðjónssyni stjórnarformanni að annast í auknum mæli skipulag félagsins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðningu nýs forstjóra.

Ráðningarferli nýs forstjóra er hafið.
Ráðningarferli nýs forstjóra er hafið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir