Máli ALC lokið fyrir Landsrétti

Úrskurður Landsréttar í fullu samræmi við fyrirmæli Hæstaréttar, að sögn …
Úrskurður Landsréttar í fullu samræmi við fyrirmæli Hæstaréttar, að sögn Odds Ástráðssonar, lögmanns ALC. mbl.is/Hari

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um höfnun upphaflegrar aðfararbeiðni ALC á hendur Isavia vegna farþegaþotunnar TF-GPA sem hefur verið í vörslu Isavia frá falli WOW air. „Þetta er í fullu samræmi við fyrirmæli Hæstaréttar,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, í samtali við mbl.is.

„Í þessu felst engin efnisleg afstaða til efnis ágreiningsins í málinu,“ segir Oddur.

ALC ákvað í kjölfar úrskurðar héraðsdóms að fella sig við forsendur þess úrskurðar og greiða í samræmi við hann, útskýrir Oddur. Sá úrskurður sagði að ALC væri aðeins skylt að greiða skuld WOW air við Isavaia vegna umræddrar þotu til þess að fá hana afhenta, ekki allar skuldir WOW air eins og Isavia hefur krafist.

Í framhaldinu greiddi ALC umrædda skuld og lagði í gær fram nýja aðfararbeiðni í samræmi við breyttar forsendur útlistaðar í úrskurði héraðsdóms. Í millitíðinni hafði Isavia kært úrskurð héraðsdóms til þess að fá forsendum úrskurðarins breytt. Landsréttur tók undir sjónarmið Isavia, en Hæstiréttur skipaði Landsrétti að taka málið fyrir á ný.

Með úrskurði sínum hefur Landsréttur komist að nýrri niðurstöðu í samræmi við fyrirmæli Hæstaréttar, að sögn Odds.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK