Hefur meiri áhrif á Bandaríkin en Kína

Gary Cohn ásamt Hope Hicks, þáverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, er …
Gary Cohn ásamt Hope Hicks, þáverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, er þau störfuðu bæði fyrir Trump. AFP

Viðskiptastríð Donald Trumps Bandaríkjaforseta er að mistakast og hefur meiri áhrif á efnahag Bandaríkjanna en Kína. Þetta hefur BBC eftir Gary Cohn, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Trump.

Segir Cohn tollastríðið nú hafa haft „veruleg áhrif“ á bandaríska framleiðslu og fjárfestingar.

Tollastríðið hafi nefnilega verið „mjög heppileg afsökun“ fyrir kínversk yfirvöld til að hægja á efnahagskerfi sem hafði ofhitnað.

Cohn sem er talsmaður frjálsra viðskipta sagði upp hjá Trump-stjórninni í mars í fyrra. Cohn sem er fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs þótti á sínum tíma óvenjulegt val hjá Trump, þar sem hann er demókrati.

Áherslur Cohns voru á alþjóðaviðskipti á meðan forsetinn vildi leggja áherslu á að halda framleiðslunni innanlands. Cohn sagði því af sér þegar Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að setja tolla á stál- og álinnflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK