Kringlan vinnur til verðlauna

Yfir eitt þúsund viðskiptavinir nýttu sér Neyðarpakkatakkann.
Yfir eitt þúsund viðskiptavinir nýttu sér Neyðarpakkatakkann. mbl.is/Eggert

Kringlan vann til verðlauna í flokki þjónustu á verðlaunahátíð alþjóðlegra samtaka verslunarmiðstöðva, ICSC, fyrir rafræna aðstoð við viðskiptavini í jólagjafaleit síðustu dagana fyrir jól.

Verkefnið fékk heitið Neyðarpakkatakkinn, en hann var hannaður eins og neyðarmerki og auglýstur á Facebook. Þeir sem á hann smelltu fengu samband við þjónustufulltrúa hjá Kringlunni í gegnum Messenger-skilabið og fengu aðstoð við að finna síðustu jólagjöfina.

Yfir eitt þúsund viðskiptavinir nýttu sér þjónustuna.

„Við erum ákaflega ánægð og stolt með að vinna til þessara eftirsóttu verðlauna. Þetta er afar mikill heiður fyrir okkur og mikil viðurkenning fyrir markaðsstarf Kringlunnar sem er í fremstu röð á alþjóðlegum vettvangi,” segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar. 

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, og Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, …
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, og Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í London í fyrradag. Með þeim á myndinni eru forsvarsmenn ICSC. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK