Hæstu áfengisskattar Evrópu hækka

Hvergi í álfunni eru áfengisgjöld hærri en á Íslandi.
Hvergi í álfunni eru áfengisgjöld hærri en á Íslandi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ríkið tekur til sín 94,1% af útsöluverði vodkaflösku í verslunum ÁTRV og 54,1% af verði bjórdósar. Þetta sýna útreikningar Félags atvinnurekenda sem byggjast á fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það var kynnt í gær.

Mestu munar um áfengisgjöld, en því til viðbótar er virðisaukaskattur lagður á áfengi auk þess sem ÁTVR leggur á vörur til að mæta kostnaði við dreifingu.

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er lagt til að áfengisgjöld verði hækkuð um 2,5%. Sú hækkun er þó undir ársverðbólgu, sem er 3,2%, og mun því hlutur ríkisins í verði áfengis fara lækkandi milli ára, nema heildsöluverð frá birgja hækki minna en sem því nemur á árinu, en er þó eftir því æði hátt.

„Hæstu áfengisskattar Evrópu hækka,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Gefin eru fjögur dæmi um þriggja lítra kassa af kassavíni, 750 millilítra léttvínsflösku, eins lítra vodkaflösku og 500 ml bjórdós. Í hverjum flokki er miðað við meðalverð og meðalstyrkleika allra vörutegunda sem eru til sölu í ríkinu.

Áfeng­is­gjald er greitt af hverj­um senti­lítra hreins áfeng­is um­fram 2,25% af rúm­máli. Krónu­tal­an ræðst þó einnig af teg­und drykkj­ar og verður eft­ir breyt­ingu 128,79 krón­ur af bjór, 117,31 króna af áfengj­um drykkj­um und­ir 15% að styrk, 158,77 krón­ur af öðru áfengi.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK