Sigurður tilnefndur í stjórn og lagt til að laun stjórnar hækki

Skeljungur rekur meðal annars stöðvar Orkunnar.
Skeljungur rekur meðal annars stöðvar Orkunnar. mbl.is

Stjórn Skeljungs leggur til að greiddur verði út 44% arður af hagnaði síðasta árs, eða 350 milljónir. Þá er það jafnframt lagt til að grunnlaun stjórnarmanna hækki um 30-50 þúsund krónur á mánuði og laun þeirra sem nefndarmenn hækki einnig. Þetta kemur fram í tillögum sem sendar voru út vegna boðunar aðalfundar félagsins sem fram fer 4. mars.

Elín Jónsdóttir, sem á sæti í stjórn félagsins, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í stjórn, en aðrir í stjórn gera það. Þau eru Jón Ásgeir Jóhannesson sem hefur verið stjórnarformaður, Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, Dagný Halldórsdóttir, sjálfstætt starfandi og Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignasali og fjárfestir.

Stjórn Skeljungs leggur til eftirfarandi breytinga á starfskjörum stjórnar.
Stjórn Skeljungs leggur til eftirfarandi breytinga á starfskjörum stjórnar.

Tvö framboð hafa borist tilnefningarnefndinni. Annars vegar frá Nönnu Björk Ásgrímsdóttur fjárfesti og hins vegar frá Sigurði Kristni Egilssyni verkfræðingi.

Í umsögn nefndarinnar kemur fram að Sigurður eigi ekki hluti í Skeljungi, en Nanna eigi hluti í Skeljungi og fleiri félögum eins og Kviku, VÍs og Kaldalóni. Þá sé hún ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Bollasyni, meirihlutaeigendur í RES 9 ehf sem eigi 38% í Streng Holding ehf., sem er eigandi Strengs hf. sem eigi 48,81% í Skeljungi og fari með 50,06% atkvæða.

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er núverandi stjórnarmaður í Skeljungi.
Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er núverandi stjórnarmaður í Skeljungi.

Nanna hefur komið að rekstri fjölda verslana hér heima og erlendis. Meðal annars All Saint, Whistles, Karen Millen, Shoe Studio og Warehouse. Sigurður stofnaði félagið Arcur finance sem sérhæfir sig í fjármögnun fyrirtækja ásamt sérhæfðum verkefnum og hefur meðal annars unnið að verkefnum á sviði fjármálastjórnunar og áætlanagerðar, fasteignaverkefni, framtaksfjárfestingar og ýmis fjármögnunarverkefni.

Í umsögn sinni segir nefndin að vegna talsverðrar veltu á stjórnarmönnum undanfarin ár sé talið mikilvægt að tryggja samfellu og nefnt sérstaklega að halda Birnu Ósk þar sem hún hafi setið lengst í stjórninni og hafi góða reynslu af rekstri félagsins. Þá hafi Jón Ásgeir, Dagný og Þórarinn yfir að ráða þekkingu og reynslu sem sé mikilvægt að halda í. Segir nefndin að sú þekking og reynsla sem Nanna búi yfir sé að finna hjá núverandi stjórn í meira mæli en þekking og reynsla Sigurðar. Tekið er fram að þau myndu bæði styrkja stjórnina, en að virtu heildarmati er Sigurður talinn meiri virðisauki fyrir félagið. Er því lagt til að hann taki sæti í stjórn félagsins.

Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Arcur Finance.
Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Arcur Finance.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK