Mun leiða til mismununar við orkuskipti

Stjórnvöld ættu að framlengja ívilnanir tengdar sölu nýrra tengiltvinn-bíla að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Ösku. Segir hann niðurfellingu þeirra koma verst við þá sem ekki geta keypt dýra bíla.

Þetta segir hann í ítarlegu viðtali í Dagmálum í dag. Miðað við fyrirliggjandi áætlanir stjórnvalda mun skattaafsláttur vegna kaupa á tengiltvinn-bílum helmingast um áramót, miðað við það sem nú er og fara úr 960 þúsund í 480 þúsund.

Jón Trausti bendir þó á að þar með sé ekki nema hálf sagan sögð. Stuðningur stjórnvalda einskorðist við fyrstu 15 þúsund bílana af þessari tækni sem fluttir eru til landsins og segir hann að líkur standi til að sá kvóti fyllist í febrúar. Gangi það eftir munu tengiltvinnbílar sem í dag kosta 4 milljónir króna kosta tæpar 5 milljónir. Jafngildir það 25% verðhækkun.

Hann segir að það muni hægja á orkuskiptum í samgöngum. Vissulega séu margir í þeirri aðstöðu að færa sig beint í hreina rafbíla en það eigi ekki við um alla. M.a. eigi margt fjölskyldufólk sem þurfi stóra bíla úr fáum kostum að velja og þeir séu flestir á verðbili sem teygi sig frá sex milljónum og upp úr.

Það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta keypt svo dýra bíla en þá hefur verið mögulegt að kaupa tengiltvinn-bíla í hentugri stærð á mun hagstæðara verði.

Bílaumboðið Askja hefur lagt fram tíu tillögur að því hvernig hraða megi orkuskiptum og má lesa um þær hér.

Meðal þeirra tillagna sem þar er að finna snúa að því að allir leigubílar verði að fullu rafvæddir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK