Beint: Bankasýslan mætir á opinn fund

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) og Lárus Blöndal, …
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) og Lárus Blöndal, formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins, á fundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opinn fundur fjárlaganefndar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hefst klukkan níu. Fulltrúar Bankasýslu ríkisins munu mæta á fundinn. 

Fundinn átti að halda síðastliðinn mánudag en á sunnudag bað Bankasýslan um að honum yrði frestað. Við því var orðið og því er fundurinn haldinn í dag.

Fjár­laga­nefnd hef­ur óskað eft­ir svör­um við spurn­ing­um í 19 töluliðum en séu stafliðir tald­ir með telja þær á fimmta tug. Er þar spurt meðal ann­ars um hvernig hafi verið staðið að vali söluaðila á hluta­bréf­um rík­is­sjóðs í Íslands­banka, hvers vegna inn­lend­ir söluaðilar hafi verið fimm tals­ins og hvernig samið hafi verið um þókn­un til þeirra aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK