„Verður ekki bæði sleppt og haldið“

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR. Ljósmynd/ÁTVR

Verði einkaaðilum á Íslandi leyft að selja áfengi yfir netið er sú sala komin í beina samkeppni við einkasölu ÁTVR. Slíkt myndi leiða til þess að einkaréttur ÁTVR liði undir lok og slíkt fyrirkomulag brýtur gegn bæði íslenskum samkeppnislögum og Evrópurétti. Þetta segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, í formála nýútkominnar árs- og samfélagsskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2021. „Það er einfaldlega ekki hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu á sömu vöru á sama tíma,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið.“

Ívar segir enn fremur að vefverslanir sem komu fram á sjónarsviðið í fyrra afhendi áfengi hverjum sem er þrátt fyrir ákvæði laga um að ekki megi afhenda og selja áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára.

Heildarvelta ÁTVR fór yfir 50 milljarða króna í fyrra annað árið í röð. Áfengi var selt fyrir tæpa 40 milljarða og tóbak fyrir 11 milljarða en áfengismagnið minnkaði um 1,6% milli ára og tekjur af sölu tóbaks minnkuðu um 7,5%. Sala á léttvíni dróst saman um 2,8% og á bjór um 2,2% en hins vegar jókst sala á sterku áfengi um 12% á seinasta ári.

Viðskiptavinum fækkaði um 0,6% en hagnaður ÁTVR í fyrra var 1.631 milljón króna. Arðgreiðslur til ríkisins og virðisaukaskattur og áfengis- og tóbaksgjöld skiluðu samtals tæpum 30 milljörðum yfir árið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK