„Viljum ekki vera í feluleik með þetta“

Netverslanir með áfengi selja bjór, léttvín og sterkt vín og …
Netverslanir með áfengi selja bjór, léttvín og sterkt vín og senda fólki vörurnar heim. AFP

„Það er bullandi eftirspurn eftir áfengi og eftir Covid vill fólk kaupa það í gegnum netverslanir,“ segir Hjörvar Gunnarsson, einn aðstandenda Acan.is, nýrrar netverslunar með áfengi sem opnuð var á dögunum.

Eitt ár er nú liðið frá því Santewines byrjaði með netsölu á áfengi hér á landi. Síðar bættist Nýja vínbúðin í hópinn en báðar bjóða þær úrval af léttvínum, sterkum vínum og bjór. Þá selur Bjórland íslenskan handverksbjór í netsölu. Nýlega var opnuð netverslunin Desma.is sem kynnt er sem dönsk vefverslun.

Þar er því heitið að viðskiptavinir fái vörurnar keyrðar heim innan 90 mínútna eftir pöntun. Lágmarkspöntun er 5.000 krónur. Fleiri vefverslanir með áfengi eru á teikniborðinu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þá eru ýmsir smærri innflytjendur farnir að máta sig við netsölu, svo sem vefsíðan Rauttvin.is. Sem kunnugt er hefur Hildur Sverrisdóttir ásamt fjórum öðrum þingmönnum lagt fram frumvarp á Alþingi um að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Hjörvar og félagar hans byrjuðu með heildsölu á áfengi árið 2018. Þeir byrjuðu smátt en starfsemin hefur smám saman undið upp á sig. „Við byrjuðum bara að auglýsa núna um helgina og það er þegar komin smá hreyfing á þetta. Við munum svo auka úrvalið jafnt og þétt og selja vörur frá íslenskum framleiðendum og öðrum sem vilja selja hjá okkur,“ segir hann. Pantanir eru afgreiddar í gegnum Dropp á afhendingarstöðum þess og í heimsendingu en auk þess verður hægt að sækja í vöruhús Acan í Hafnarfirði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert