Vefsala áfengis verði heimiluð

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Óttar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ætlar í upphafi næsta árs að leggja fram að nýju frumvarp til breytinga á áfengislögum sem heimili rekstur innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Eyjólfs Ármannssonar þingmanns til ráðherra varðandi viðbrögð við brotum gegn áfengislögum.

Minnt er á að frumvarp þessa efnis hafi verið lagt fyrir ríkisstjórnina sl. vetur en ekki náð fram að ganga. Ráðherra hyggist leggja það fram að nýju eftir áramót.

Nánari umfjöllun má finna á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert