Segir lýðheilsufólk neita að horfast í augu við stöðuna

Í ljósi þess að einokun áfengis er við lýði í orði en ekki á borði telur Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, tómt mál hjá lýðheilsufólki að berjast gegn nýjum reglum í áfengislöggjöfinni sem geri ráð fyrir netverslun með áfengi.

„Fólkið sem er alltaf að tala um lýðheilsu og forvarnir. Því finnst betra að netverslun sé í gangi með engum reglum heldur en horfast í augu við það hvernig staðan er orðin og að setja um það einhverjar skynsamlegar reglur. Það er nokkuð sem ég skil ekki,“ segir Ólafur.

„Umræðan til að mynda inni á þingi er stundum eins og hún sé föst í einhverju sem var fyrir 20 árum.“

Enn fremur segir hann að fyrirtæki á borð við íslenska matvörurisa hafa verið hikandi við að feta í fótspor Costco, sem opnaði netverslun inni í matvöruverslun sinni á vordögum, því þau vilji ekki starfa á gráu svæði.

Ólafur Stephensen telur umræðu á Alþingi um áfengismál stundum úr …
Ólafur Stephensen telur umræðu á Alþingi um áfengismál stundum úr takti við nútímann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert