Íhuga að hætta við kaupin á Mílu

Míla er dótturfélag Símans.
Míla er dótturfélag Símans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska fjárfestingafélagið Ardian íhugar það nú alvarlega að hætta við kaupin á Mílu, dótturfélagi Símans. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans liggur fyrir að Samkeppniseftirlitið (SKE) mun að öllu óbreyttu ekki heimila söluna með þeim fyrirvörum sem lagt hefur verið upp með.

Á móti kemur að Síminn, sem hefur nú þegar lækkað verðmiðann á Mílu um fimm milljarða króna vegna athugasemda Samkeppniseftirlitsins, hefur ekki áhuga á því að lækka verðmiðann enn frekar – og á sama tíma telja forsvarsmenn Ardians ólíklegt að ásættanlegir samningar náist við SKE um frekari útfærslur kaupsamningsins.

Samkeppniseftirlitið gerði athugasemd við söluna á Mílu í byrjun júlí. Ardian óskaði í kjölfarið eftir sáttaviðræðum og skilaði greinargerð um málið 15. júlí sl. Fyrsti efnislegi fundurinn á milli eftirlitsins og Ardians fór þó ekki fram fyrr en í gær, 9. ágúst. 

Samningur á milli Símans og Ardians var undirritaður í október í fyrra og hefur málið því tekið tíu mánuði. 

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK