Lopez: Dívan J.Lo. tilheyrir fortíðinni

Jennifer Lopez .
Jennifer Lopez . Reuters

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segir nýjustu hljómplötu sína marka endalok dívunnar J.Lo. „Ég er ekki J.Lo. lengur. Það er allt í fortíðinni með fáránlegu sögunum um skapvonskuköst og egypsk lök. Það er fortíð mín,” segir hún í viðtali við breska blaðið The Guardian.

„Ég er Jennifer Lopez. Ég held að sem kona sé ég loks orðin öruggari um það hver ég er. Það er kaldhæðnislegt að það skuli hafa tekið mig rúman áratug að komast aftur að rótum mínum. Ég er ótrúlega stolt af menningu minni enda held ég að ég sé kona sem er algerlega sprottin úr menningu minni. Skapferli mitt, líkamsbygging og bara það hvernig ég er kemur allt frá Puerto Rico”

Á plötunni Como Ama Una Mujer (Hvernig kona elskar) syngur Lopez, sem er 37 ára, spænsk ástarlög og segir hún eiginmann sinn Marc Anthony hafa leiðbeint sér varðandi það hvernig hún ætti að úthella tilfinningnum sínum í söngnum. „Þetta er sú plata sem ég er stoltust af. Þetta er satt að segja eina platan sem ég hef gert sem ég hlusta á í bílnum,” segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir