Tom Sizemore handtekinn með fíkniefni í fórum sínum

Tom Sizemore er búinn að koma sér í vandræði enn …
Tom Sizemore er búinn að koma sér í vandræði enn á ný. Reuters

Bandaríski leikarinn Tom Sizemore var handtekinn fyrir utan hótel í Kaliforníu grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Að sögn lögreglu fannst amfetamín í bifreið leikarans eftir að maður, sem er talinn vera aðstoðarmaður Sizemore, lenti í útistöðum við hótelstarfsmann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sizemore kemst í kast í lögin, en hann er á skilorði vegna dóms sem hann fékk í öðru fíkniefnamáli, segir á vef BBC.

Leikarinn, sem er 45 ára gamall, slapp við að þurfa að sitja á bak við lás og slá í fyrra eftir að hann viðurkenndi að hafa neytt amfetamíns. Hann var hinsvegar dæmdur í skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára.

Lögreglumenn í Bakersfield, sem er norður af Los Angeles, segja Sizemore hafa verið„undir áhrifum“.

Hann hefur verið á skilorði frá því í október 2004, en þá hlaut hann 16 mánaða skilorðsbundin dóm fyrir að hafa amfetamín í fórum sínum.

Í fyrra játaði hann að hafa brotið gegn skilorði og var honum skipað að mæta í vikuleg fíkniefnapróf sem og að skrá sig í meðferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir