Leno hélt upp á 15. afmæli sitt sem stjórnandi „Tonight Show“

Reuters

Jay Leno hélt upp á 15. afmæli sitt sem stjórnandi þáttarins „Tonight Show“ á föstudaginn, en hann fullyrðir að þetta sé ekki hans þáttur. Hann hugsi aðallega um að halda þættinum á toppnum og skila honum þannig til næsta manns.

Tilkynnt hefur verið að Leno hætti með þáttinn á þarnæsta ári og Conan O'Brian taki við. Leno lét fögur orð falla um helsta keppinaut sinn, David Letterman, og sagði að á milli þeirra hefði aldrei fallið styggðaryrði, þótt vissulega hefðu þeir gert grín að hvor öðrum.

Leno sagði að eini maðurinn sem segja mætti að hefði „átt“ þáttinn væri Jonny Carson, sem stýrði „Tonight Show“ í 30 ár (1962-92). „Maður er alltaf í skugga hans,“ sagði Leno.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir