Dagur elskenda í dag

Valentínusardagur er í dag, dagur elskenda um heim allan. Algengt er að hinir ástföngnu skiptist á blómum og öðrum gjöfum og víða erlendis er súkkulaði algengari gjöf en blóm.

Íslenskar blómaverslanir og -bændur hafa í auknum mæli haldið þennan dag í heiðri, þó að vika sé í konudaginn við lok þorra. Mun lengri hefð er fyrir því í Bandaríkjunum og Evrópu að halda Valentínusardaginn heilagan.

Dagurinn heldur í heiðri hinn heilaga dýrling, Valentínus, sem var uppi í Rómarveldi á 3. öld. Rómverska kirkjan hefur þó tvo aðra heilaga menn með því nafni, og allir eru þeir píslarvottar.

Ein sagan segir að Kládíus keisari hafi verið þeirrar skoðunar að piparsveinar væru betri hermenn heldur en fjölskyldumenn og bannaði hann hermönnum sínum að kvænast ef þeir vildu vera áfram í hópnum. Valentínus var ekki sömu skoðunar og gifti hann hermennina á laun. Þegar Kládius komst að því þá skipaði hann hermönnum sínum að finna Valentínus og drepa hann, að því er segir á vefnum femin.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir