Verður dreift víða um heiminn

Larry Hagman
Larry Hagman AFP

Líkamsösku Dallas-leikarans Larry Hagman verður líklega dreift víða um heim eftir tvær minningarathafnir um hann í Texas og Kaliforníu í þessari viku, eftir því sem umboðsmaður leikarans sáluga lét hafa eftir sér og AFP-fréttastofan greinir frá.

Leikarinn var hvað frægastur fyrir túlkun sína á hinum útsmogna kaupsýslumanni J.R Ewing í Dallas-þáttunum sem náðu frægð víða um heim í lok níunda áratugarins og allt fram á byrjun þess tíunda. Hann lést af völdum krabbameins í hálsi í síðustu viku.

Staðfest að ekki verði um greftrun að ræða

„Fjölskylda hans mun ákveða hvað verður gert við öskuna,“ sagði John Castonia, umboðsmaður hans, í myndbandi sem var sýnt á vefsíðu sjónvarpsþáttarins Entertainment Tonight, en þar var staðfest að ekki yrði um greftrun að ræða.

„Honum verður dreift víða um heiminn. Sonur hans ferðast mjög mikð og ég veit að Larry hefði kunnað að meta þetta,“ sagði Castonia.

Orðrómur um að reist verði stytta af Hagman

Það hefur einnig verið uppi orðrómur um að reist verði stytta af Dallas-leikaranum í Texas, enda var hann víðfrægur og mikils metinn í Texas eftir leik sinn í Dallas á árunum 1978-1991 og í nýjustu þáttaröðinni sem sýnd var hér á landi eftir að tökur á þáttunum hófust að nýju.

„Minningu hans væri mikill heiður sýndur með því,“ sagði Castonia um hugmyndina að baki styttunni. Hagman var 81 árs þegar hann lést í Dallas.

Leikarinn bjó í Kaliforníu en greindist með skorpulifur árið 1992 og gekkst undir lifrarígræðslu síðar. Hann hætti áfengisneyslu og reykingum og beitti sér síðar mjög í baráttunni gegn tóbaksnotkun.

Hann varð fyrst frægur árið 1965 í grínþáttunum „I Dream of Jeanie“ en það var ekki fyrr en með tilkomu Dallas-þáttanna sem frægðarstjarna hans tók að skína skært.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir