„Þetta var alveg geggjað“

Jóhanna Ruth Luna Jose
Jóhanna Ruth Luna Jose Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jóhanna Ruth Luna Jose bar sigur úr býtum í Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta var alveg geggjað. Ég hafði ekki hugmynd um að ég myndi vinna,“ segir hún hlæjandi. Jóhanna er þrettán ára og keppti fyrir félagsmiðstöðina Fjörheima í Reykjanesbæ.

Hún landaði sigrinum með laginu „Girl on fire“ með söngkonunni Aliciu Keys. „Mér finnst þetta lag mjög skemmtilegt og það hentar röddinni minni vel,“ segir Jóhanna og bætir við að foreldrar sínir hafi hjálpað sér að velja lagið. „Sjálf heyri ég ekki best hvaða lag hentar röddinni minni þannig að ég söng þrjú lög fyrir mömmu og pabba og þau sögðu mér hvert væri best,“ segir Jóhanna.

Meira spennt en stressuð

Jóhanna segir áhorfendurna hafa brugðist gríðarlega vel við söng sínum. „Það var mjög spennandi þegar þau stóðu öll upp. Það var alveg geggjað,“ segir hún glöð í bragði og bætir við að hún hafi upphaflega ákveðið að vera með til þess að prófa að syngja fyrir framan svo stóran hóp fólks.

Um 2.200 áhorfendur hvaðanæva af landinu fylgdust ákafir með söngatriðunum þrjátíu í Laugardalshöllinni en keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bravó.

Ekki er hlaupið að því að komast í aðalkeppnina en undankeppnir fara fram á meðal félagsmiðstöðva í öllum landshlutum þar sem bestu söngvararnir og söngkonurnar eru valin til þátttöku. „Ég var smástressuð en samt miklu meira spennt,“ segir Jóhanna um tilfinninguna sem fylgdi því að syngja á stóra sviðinu í höllinni.

Næst er það Ísland got talent

Jóhanna segist vera hvergi nærri hætt í söngnum og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef sungið síðan ég var átta eða níu ára,“ segir hún en nýlega hóf hún að æfa sönginn markvisst hjá föður sínum. „Við æfum bara heima en hann söng líka þegar hann var ungur,“ bætir hún við. Jóhanna hefur tekið þátt í fjölmörgum skólasöngvakeppnum og sungið þar til sigurs. Næst setur hún markið á þátttöku í sjónvarpsþættinum Ísland got talent á Stöð 2 þar sem hún hefur færi á að heilla þjóðina upp úr skónum með söng sínum.

100 félagsmiðstöðvar mættu

Söngkeppni Samfés er hluti af SamFestingnum, stærstu unglingaskemmtun landsins. „Þetta er rjóminn,“ segir Andri Ómarsson, formaður Samfés, um þau atriði sem ná inn til þátttöku í aðalsöngkeppninni. Langt og strangt ferli undankeppna hefur þá farið fram til að finna þrjátíu bestu atriðin á landinu.
Einnig er haldið veglegt ball kvöldið fyrir söngkeppnina þar sem fram koma vinsælar hljómsveitir ásamt upprennandi unglingahljómsveitum. „Þetta gekk allt vonum framar,“ segir Andri en um 100 félagsmiðstöðvar af öllu landinu sóttu viðburðinn sem haldinn var í Laugardalshöllinni síðastliðna helgi. „Svartasti bletturinn var að einhverjir forfölluðust vegna óveðursins,“ segir Andri að lokum.
Fréttir mbl.is um Samfés 2015
Jóhanna Ruth sigurvegari Samfés
4.300 unglingar skemmtu sér 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg