Íslandsvinir ársins 2015

Justin Bieber fer ofan í Jökulsárlón í myndskeiðinu
Justin Bieber fer ofan í Jökulsárlón í myndskeiðinu Skjáskot af YouTube

Íslendingar hafa alltaf gaman af því þegar að erlendar stórstjörnur ákveða að sækja litla skerið okkar heim. Vekur það yfirleitt mikla athygli meðal landsmanna og fjölmiðla. mbl.is hefur tekið saman nokkra af áhugaverðustu Íslandsvinum ársins 2015.

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP

Poppstjarna spókaði sig á Suðurlandinu

Að sjálfsögðu er byrjað á sjálfum Justin Bieber sem kom hingað til lands 21. september. Fregnir af poppstjörnunni að spóka sig í Reykjanesbæ dreifðust um samfélagsmiðla og fljótlega voru fjölmiðlar komnir í spilið. Bieber fékk sér að borða á veitingastaðnum Lemon en lagði einnig leið sína á Subway í Njarðvík. Þar að auki fékk hann sér tvöfaldan cappuccino á kaffihúsi Kaffitárs.

Frá Reykjanesbæ hélt Bieber og fylgdarlið hans för sinni áfram og sást til söngvarans á Selfossi þar sem hann nýtti sér salerni á bensínsstöð. Einnig skellti Bieber sér til Vestmannaeyja í sjálfum Herjólfi og sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, að bæj­ar­fé­lagið hafi haft gam­an af komu stjörn­unn­ar. Bieber kom á sama tíma og mörg börn leita pysja í Vestmannaeyjum og hafði Elliði heyrt af dæm­um þar sem krakk­ar þótt­ust vera að leita að pysj­um en voru síðan í raun að leita að Bie­ber.

„Ég heyrði líka af því að barna­af­mæli hafi tæmst og hóp­ar barna og ung­linga hafi safn­ast sam­an til að taka á móti Herjólfi til að sjá hvort að Bie­ber hafi verið á meðal gesta,“ seg­ir Elliði en hann heyrði af því að Bieber hafi komið til Eyja með Herjólfi í gegnum Landeyjahöfn.

Fyrri frétt mbl.is: Barnaafmæli tæmdust vegna Bieber

Bieber fór af landi brott 23. september eftir viðburðarríka daga. Nokkrum vikum var síðan staðfest að Bieber hefði tekið upp myndband hér á landi en það var grunur margra. 2. nóvember var myndbandið við lagið I‘ll Show You frumsýnt og telst það hin besta landkynning. Starfsmönnum ferðaþjónustu hér á landi fannst þó ástæða til þess að vara við því að fólk geri eins og Bieber í myndbandinu þar sem hann veður út í ískalt Jökulsárlónið. Myndbandið vakti þó óneitanlega lukku og á tveimur dögum var búið að horfa 8,6 milljón sinnum á það á Youtube.

Fyrri frétt mbl.is: Ólaunuð Íslandskynning hjá Bieber

Ef marka má samfélagsmiðlasíður Bieber líkaði honum dvölin hér á landi vel og kemur hann hingað aftur á næsta ári, en þá til að halda tónleika. 19.000 miðar á tónleika Bieber í Kórnum 9. september næstkomandi seldust upp á mettíma og nú er verið að skoða hvort að söngvarinn geti haldið aukatónleika þar sem augljóst er að eftirspurnin er mun meiri en framboðið.

Borðaði á Grillmarkaðinum og kúkaði í snjóinn

Annar hjartaknúsari kom hingað til lands á árinu en það var Hollywood leikarinn Channing Tatum. Var hann hér í fríi, m.a. til að skoða jökla, eins og hann sagði aðdáendum á Keflavíkurflugvelli.

Fyrri frétt mbl.is: Channing Tatum stoppaður í Leifstöð

Lög­reglumaður­inn, Zvezd­an Smári DragojlovicZeko, tók mynd af sér með Tatum …
Lög­reglumaður­inn, Zvezd­an Smári DragojlovicZeko, tók mynd af sér með Tatum í Leifstöð. Af Facebook

Það er óhætt að segja að æsingur hafi gripið um sig þegar að aðdáendur kappans heyrðu af veru hans hér á landi og voru ferðir hans í Reykjavík vel skrásettar á samfélagsmiðlum. M.a. náðist mynd af honum snæða á Grillmarkaðinum eitt hádegið. Náðust einnig myndir af leikaranum á veitingastaðnum Snaps með rapparanum Gísla Pálma. 

Eft­ir stutt stopp í borg­inni hélt Tatum svo áfram för sinni, með leik­ar­an­um Adam Rodrigu­ez og fríðu föru­neyti, áleiðis að Vatna­jökli. Lenti hópurinn m.a. í snjóbyl og var ferðinni vel lýst á Instagram síðu Rodriguez.

Nokkrum vikum síðar viðurkenndi Tatum í bandarískum spjallþætti að hafa kúkað í snjóinn þegar hann var á Vatnajökli. Tatum sagði kúk­inn hafa frosið áður en hann lenti á jörðinni. „Hann á eft­ir að liggja þarna að ei­lífu því að hann er fros­inn. Það væri hægt að gera Jurassic heim úr kúk­in­um mín­um.“

Koma Channing Tatum hingað til lands vakti mikla athygli.
Koma Channing Tatum hingað til lands vakti mikla athygli. AFP

Skellti sér til Eyja og Hornvíkur 

27. júlí greindu Eyjafréttir frá því að milljarðarmæringurinn og stofnandi Microsoft, Bill Gates væri staddur í Vestmannaeyjum. Fór hann m.a. í sigl­ingu með Stóra Erni, skemmti­bát Rib Safari en Gates kom til eyjunnar með þyrlu. Þar tók hópur lífvarða á móti þeim.

Var haldið niður að bryggju og um borð í Stóra Örn. Sigldi hann um­hverf­is eyj­arn­ar, meðal ann­ars í Æðar­helli. Komu þau svo í land og skoðuðu bæ­inn. 

Síðar var sagt frá því á vefsíðu Bæjarins bestu að Gates hafi farið til Hornvíkur. Flytja átti hann með þyrlu í Horn­vík en ekki fékkst leyfi fyr­ir lend­ingu og því var lent í Furuf­irði, utan friðlands, og var Gates flutt­ur með báti þaðan til Horn­vík­ur þar sem hann gekk upp á bjarg.

Þá seg­ir að þeir sem komu að ferðinni hafi verið gert að skrifa und­ir yf­ir­lýs­ingu um þagn­ar­skyldu.

Bill Gates skellti sér til Eyja og Hornvíkur í sumar.
Bill Gates skellti sér til Eyja og Hornvíkur í sumar. AFP

Svartar strendur og stórbrotið landslag

Í lok sumars kom „Bollywood kóngurinn“ Shah Rukh Khan til lands­ins til að taka upp mynd­band við nýtt lag sem hljómar í myndinni Dilwale.  Khan deildi mynd á Twitter-síðu sinni af Álver­inu í Straums­vík og greindi frá komu sinni. 

Fyrri frétt mbl.is: Íslensk náttúra nýtur sín í Bollywood

Shah Rukh Khan er fædd­ur þann 2. nóv­em­ber 1965. Hann er einn af rík­ustu leik­ur­um heims og er auður hans met­inn á um 80 millj­arða króna. Hann var staddur hér á landi með mótleikkonu sinni Kajol og voru þau ásamt föruneyti hér í tæpar tvær vikur.

Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu. Skjáskot

Mynd­bandið sem má sjá hér að neðan er tekið upp á svört­um strönd­um Íslands með stór­brotið lands­lagið allt í kring. Dans­höf­und­ur­inn Farah Khan kem­ur að gerð mynd­bands­ins ásamt þeim Khan og Kajol.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson