Svaðalegasti kossinn á Óskarnum

Rami Malek kyssti kærustu sína, Lucy Boynton, þegar hann vann …
Rami Malek kyssti kærustu sína, Lucy Boynton, þegar hann vann Óskarinn. skjáskot/Youtube

Það fyrsta sem leikarinn Rami Malek gerði eftir að hann vann Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki í nótt var að kyssa kærustuna sína, Lucy Boynton. Kossinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og talinn vera koss Óskarsverðlaunanna árið 2019. 

Malek og Boynton kynntust við tökur á myndinni Bohemian Rhapsody en í myndinni leikur Boynton kærustu Freddie Mercury. Nokkur aldursmunur er á parinu en Boynton er 25 ára en Malek er hins vegar 37 ára. 

Malek staðfesti samband þeirra Boynton í janúar. Þegar hann tók við Óskarsverðlaununum í Los Angeles smellti hann ekki bara rembingskossi á Byoton heldur þakkaði henni einnig í ræðu sinni. Sagði hann Boynton hjarta myndarinnar og játaði að hún hefði fangað hjarta hans.  

Lucy Boynton og Rami Malek.
Lucy Boynton og Rami Malek. mbl.is/AFP
Lucy Boynton og Rami Malek.
Lucy Boynton og Rami Malek. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir