Tónleikahald Senu Live helst óbreytt

Allir tónleikar Senu Live á næstu mánuðum geta farið fram …
Allir tónleikar Senu Live á næstu mánuðum geta farið fram vandræðalaust, að því er greint frá í tilkynningu frá Senu Live. AFP

„Í ljósi þess að í dag taka í gildi hertar aðgerðir er okkur ljúft og skylt að staðfesta að allir tónleikar Senu Live á næstu mánuðum geta farið fram vandræðalaust.“ Þetta segir í tilkynningu frá viðburðafyrirtækinu Senu Live.

Á það m.a. við um tónleika ítalska tenórsins Andrea Bocelli, Jólagesti, Björk Orkestral og Jól með Jóhönnu.

Gestir verði að fara í hraðpróf fyrir tónleikana

Þar segir einnig að á öllum tónleikum sem eru framundan á vegum Senu Live verði gerð krafa um neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er í mesta lagi 48 tíma gamalt.

Hraðprófin séu  aðgengileg víða um höfuðborgarsvæðið og fyrir norðan. Þau séu gjaldfrjáls, taki stuttan tíma í framkvæmd og niðurstöður úr þeim fáist í síma á um 15 mínútum. Þeir sem hyggjast sækja tónleika á vegum Senu muni svo þurfa að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi í símanum við inngang tónleikanna.

Þeir sem fái jákvæða niðurstöðu úr hraðprófinu mæti svo „að sjálfsögðu ekki“ á tónleikana en þeir fái miðann sinn endurgreiddann. Beiðni um endurgreiðslu þurfi hins vegar að berast Senu fyrir klukkan 12 daginn sem tónleikarnir eiga að fara fram.

Upplýsingar um allar stöðvar þar sem hægt er að nálgast hraðpróf megi finna á vef landlæknis.

Þá verði stærri tónleikum skipt upp í sóttvarnarsvæði þar sem hámark 1.500 manns verða á hverju svæði.

„Þar með er verið að fylgja núverandi sóttvarnar reglum út í ystu æsar og hægt er að halda alla þessa tónleika á öruggan hátt,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg