Segolene Royal nýtur mest fylgi meðal sósíalista í Frakklandi

Segolene Royal
Segolene Royal Reuters

Segolene Royal, nýtur mest stuðnings meðal sósíalista í Frakklandi sem frambjóðandi flokksins í komandi forsetakosningum. Í nýrri skoðanakönnun, sem CSA vann fyrir dagblaðið Parisen, er fylgi Royal 47% sem er mun minna fylgi heldur en síðasta könnun sýndi. Er fylgistapið rakið til harðra deilna sem Royal lenti í á flokksþingi sósíalista um síðustu helgi við gamalreynda sósíallista sem telja sig eiga meira erindi í að verða fulltrúar flokksins í forsetakosningum sem haldnar verða í Frakklandi í apríl á næsta ári.

Þrátt fyrir að fylgi Royal hafi minnkað þá er svipað uppi á teningnum hjá öðrum áhugasömum um forsetaframboð. Sá eini sem eitthvað jók við fylgi sitt er fyrrum forsætisráðherra Frakklands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Lionel Jospin. Var hann í öðru sæti í skoðanakönnuninni með 21% fylgi. Sósíalistar munu tilkynna um hver verði frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert