Abbas boðar til forseta- og þingkosninga hið fyrsta

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann hafi ákveðið að boða til forseta- og þingkosninga hið fyrsta. Kom þetta fram í mikilvægri stefnuræðu sem hann hélt í Ramallah á Vesturbakkanum í morgun. Ennfremur kom fram í ræðunni að samtök hans, Fatah, útilokuðu stjórnarsamstarf með Hamas-samtökunum. Hamas segjast líta á tilkynningu Abbas sem valdaránstilraun.

„Ég hef ákveðið að boða til forseta- og þingkosninga hið fyrsta. Snúum okkur aftur til fólksins og heyrum hvað það hefur að segja. Látum það fella dóm sinn,“ sagði Abbas.

Heimastjórn Hamassamtakanna sendi frá sér yfirlýsingu eftir tilkynningu Abbas þar kosningum er hafnað. „Ríkisstjórn Palestínumanna hafnar því að flýta kosningum og lítur á slíkt sem valdarán gagnvart lögmætum stjórnvöldum og palestínsku þjóðinni," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert