Danadrottning segir Dani verða að temja sér meira umburðarlyndi

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. Reuters

Margrét Þórhildur Danadrottning sagði í nýársávarpi sínu, að atburðir ársins undirstrikuðu nauðsyn þess, að Danir sýndu erlendum menningarheimum meira umburðarlyndari og skilning.

Drottning vísaði ekki beint til skopmyndanna af Múhameð spámanni, sem birtust í Jyllands-Posten og ollu miklu uppnámi meðal múslima um allan heim en sagði að Danir væru ekki vanir því, að verða miðpunktur óeirða og reiði.

„Hér í Danmörku viljum við að allt gangi greiðlega fyrir sig og að vandamálin, steðji þau að, leysist af sjálfu sér. Við teljum að það sem okkur finnst vera eðlilegt sé það einnig í augum allra annarra," sagði Margrét.

„En það er ekki svo einfalt. Við erum að byrja að gera okkur grein fyrir því, að við verðum að auka skilning okkar og reyna að útskýra fyrir öðrum á hvaða gildum þjóðfélag okkar byggist."

Drottningin sagðist vona, að Danir lærðu af málinu. „Við höfum lært margt á síðasta ári og ekki síst um okkur sjálf," sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert