Enn hrynur úr krítarklettum á Mön

Enn hrynur úr krítarklettunum Møns Klint á eynni Mön í Danmörku. Fyrst hrundi stórt stykki úr klettunum í janúarlok og í gær féll ný skriða úr klettunum. Hefur öll umferð ferðamanna á ströndinni neðan við klettana verið bönnuð þar sem hætta er talin á frekari skriðum. Þá eru ferðamenn varaðir við að vera á ferð á svæðinu.

Møns Klint er fjölsóttur ferðamannastaður en þar rísa krítarklettar í rúmlega 120 metra hæð yfir sjó. Klettarnir eru hins vegar bæði gljúpir og lausir í sér. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu og eykur það á skriðuhættuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert