Dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi

Dragan Zelenovic hlýðir á dóminn í dag.
Dragan Zelenovic hlýðir á dóminn í dag. Reuters

Bosníu-Serbi, sem starfaði sem lögreglumaður, var í dag dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað og myrt múslimakonur í Bosníu á árunum 1992-1995.

Dragan Zelenovic, 46 ára, játaði á sig glæpina þegar hann kom fyrir alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag. Fallið var frá hluta af upphaflegri ákæru á hendur Zelenovic gegn því að hann játaði glæpina.

Ákæra var gefin út á hendur Zelenovic árið 1996. Hann var handtekinn í Rússlandi árið 2005 og framseldur til Haag á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert