Sarkozy með 4 prósentna forskot á Royal

Ségolène Royal og Francois Bayrou koma til sjónvarpskappræðna í Frakklandi …
Ségolène Royal og Francois Bayrou koma til sjónvarpskappræðna í Frakklandi um helgina. Reuters

Þótt þeir Frakkar, sem kusu miðjumanninn Francois Bayrou í fyrri umferð frönsku kosninganna fyrir rúmri viku vilji almennt frekar að Ségolène Royal verði forseti en Nicolas Sarkozy dugar það Royal ekki til að vinna upp muninn. Samkvæmt könnun, sem birt var í dag nýtur Sarkozy stuðnings 52% þeirra Frakka sem ætla að kjósa í síðari umferðinni á sunnudag en Royal 48%.

Royal og Bayrou tókust á í sjónvarpskappræðum um helgina og þar reyndi Royal að sýna fram á, að stefnumál þeirra væru ekki svo ólík. Hún gaf til kynna í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að hún kynni að bjóða Bayrou forsætisráðherraembættið verði hún kosin forseti.

Könnun, sem birt var í dag, sýnir að 41% þeirra sem kusu Bayrou fyrir viku myndu kjósa Royal nú en 32% Sarkozy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert