Breskur maður formlega grunaður um aðild að hvarfi Madeleine

Lögreglan í Portúgal leitar að Madeleine
Lögreglan í Portúgal leitar að Madeleine Reuters

Lögregla í Portúgal greindi frá því fyrir skömmu að breskur maður hefði nú réttarstöðu grunaðs manns í leitinni að hinni fjögurra ára Madeleine McCann, sem rænt var úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz þann 3. maí síðastliðinn.

Portúgalska lögreglan gerði í gær húsleit í húsi sem er skammt frá þeim stað þar sem Madeleine var rænt. Húsið er í eigu breskrar konu, Jenny Murat og er talið líklegt að Robert, sonur hennar, sé hinn grunaði. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Robert hefur sagt við blaðamenn að hann hafi aðstoðað lögregluna með því að túlka fyrir hana við rannsókn málsins.

Murat, sem er rúmlega sjötug ekkja, hefur búið í Praia da Luz í fjörutíu ár og rekið sölubás við sjávarsíðuna. Hefur hún beðið viðskiptavini sína um það að undanförnu að aðstoða lögreglu í tengslum við hvarf stúlkunnar.

Áður hafði verið dregið út leit á svæðinu þar sem Madeleine hvarf og aðaláhersla lögð á að kanna hvort mannræninginn hefði farið með stúlkuna úr landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert