Dánardómstjóri segir Lönu Clarkson ekki hafa framið sjálfsvíg

Phil Spector segist saklaus af því að hafa myrt Lönu …
Phil Spector segist saklaus af því að hafa myrt Lönu Clarkson Reuters

Dánardómstjóri hefur borið vitni í réttarhöldunum sem nú standa yfir í máli upptökustjórans Phil Spector, sem sakaður er um að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Dr. Louis Pena sem skoðaði lík Clarkson segir ekkert benda til þess að lát hennar hafi verið sjálfsvíg, en hins vegar nær víst að hún hafi verið myrt.

Spector, sem er einn þekktasti upptökustjóri heims, og vann m.a. með The Ronettes, Ike og Tínu Turner, John Lennon og Ramones, segist saklaus af því að hafa myrt Clarkson og heldur því fram að hún hafi framið sjálfsvíg.

Pena var af saksóknara beðinn um sitt persónulega mat auk skoðunar sinnar sem dánarstjóri. Pena segir ummerki ekki benda til þess að Clarkson hafi framið sjálfsmorð. Sagt hafi verið frá því að Spector hafi komið út úr húsi sínu með byssuna í hendinni, en að þurrkað hafi verið af henni, ekki sé vitað til þess að Clarkson hafi verið þunglynd og að mikið blóð hafi fundist á vinstri vasa Spector.

Þá sagði Pena við réttarhöldin að áverkar í munni leikkonunnar bendi til þess að hlaupi byssunnar hafi verið þrýst í munn hennar. Þá voru áverkar á úlnliði og hægri handlegg leikkonunnar.

Þegar Pena var beðinn um að segja sína skoðun á því hvað hafi valdið dauða Lönu Clarkson sagði hann að sitt mat væri það að hún hafi verið myrt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert