Kona lést eftir að rafmagnið var tekið af

Raforkufyrirtækið Mercury Energy á Nýja Sjálandi hefur verið sakað um að valda dauða konu eftir að hafa rofið straum til heimilisins. Konan var sjúk og þurfti á súrefni úr öndunarvél að halda. Eftir að Folole Muliaga veiktist átti fjölskyldan erfitt með að standa í skilum og þremur tímum eftir að rafmagnið var tekið af lést hún.

Nýsjálenskir fjölmiðlar skýra frá því að Mercury Energy segist ekki hafa fengið vitneskju um ástand konunnar og eftir að málið komst í fjölmiðla hefur rafmagnið aftur verið sett á.

Fjölskyldan skuldaði Mercury Energy sem samsvarar níu þúsund íslenskum krónum.

Samkvæmt vefmiðlinum tvnz.co.nz grátbað fjölskyldan starfsmann orkufyrirtækisins að loka ekki fyrir rafmagnið en hann sagðist þurfa að sinna sínu starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert