Patil kjörin næsti forseti Indlands

Patil sést hér fagna sigrinum.
Patil sést hér fagna sigrinum. AP

Pratibha Patil mun verða fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Indlands eftir að hún vann góðan stórsigur í forsetakosningunum þar í landi. Patil, sem er 72ja ára gömul, fékk nærri tvo þriðju hluta allra atkvæða, en þingmenn sem sitja á Indlandsþingi og á þingi í hverju ríki fyrir sig tóku þátt í kosningunni.

Patil er fyrrum ríkisstjóri Rajastahn, sem er í norðurhluta landsins. Hún lýsir sigrinum sem „sigri fólksins“.

Stuðningsmenn Patils segja að niðurstaðan muni hafa mikla þýðingu fyrir milljónir indverskra kvenna.

„Ég er afar þakklát Indverjum og indverskum körlum og konum, og þetta er sigur fyrir þau grundvallargildi sem indversk alþýða muni standa vörð um,“ sagði Patil í samtali við Reuters-fréttastofuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert