Sahlin las úr hótunarbréfum í útvarpsþætti

Mona Sahlin.
Mona Sahlin. mbl.is/Árni Sæberg

Mona Sahlin, sem nýlega var kjörin leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, las upp hótunarbréf og nafngreindi þá sem sendu bréfin í beinni útsendingu í sænska útvarpinu í gær. Sagði Sahlin, að þeir, sem sendu haturs- og hótunarbréf í tölvupósti á netfang hennar í sænska þinginu gætu ekki notið nafnleyndar.

Sahlin sagði, að eftir að hún var valin flokksleiðtogi í vor hefði hún fengið fjölda hótunarbréfa. Hún sé þar m.a. kölluð hóra og sökuð um að hygla samkynhneigðum.

Í viðtali við fréttavef Expressen sagði Sahlin að hún hefði með því að lesa úr bréfunum viljað gefa almenningi innsýn í það, sem stjórnmálamenn þurfa að þola. Hún sagðist ekki reikna með, að sendendurnir gæfu upp rétt nöfn.

Sahlin segir að hún muni aldrei venjast þessum hótunum og nú eru sjö lífverðir í þjónustu hennar.

Sýnishorn af bréfunum til Sahlin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert