Clinton lét undan kröfu Rússa um að Karadzic gengi laus

Radovan Karadzic í maí árið 1993.
Radovan Karadzic í maí árið 1993.

Florence Hartmann, fyrrum aðstoðarmaður Cörlu del Ponte forseta Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag, segir Rússa hafa komið i veg fyrir að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, yrði handtekinn árið 1997. Þá segir hún að Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi krafist þess að Rússar yrðu látnir vita af því að Frakkar væru að búa sig í að handtaka Karadzic. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hartmann, segir í endurminningum sínum, að Bretar og Þjóðverjar hafi stutt kröfu Clintons og því hafi Rússar verið látnir vita af áformunum, sem þeir hafi síðan lagst gegn. Þá segir hún að Rússar hafi falið Karadzic til Hvíta–Rússlands um tíma árið 1997 og að Jacques Chirac Frakklandsforset hafi sagt Del Ponte að Boris Jeltsin, þáverandi Rússlandsforseti, myndi aldrei fallast á að Karadzic yrði handtekinn. Hann hafi jafnframt haft það eftir Clinton að hann myndi ekki styðja handtöku Karadzic gegn vilja Rússa.

Þá segist hún hafa haft það á tilfinningunni á þessum tíma að Vesturveldin óttuðust það hvaða upplýsingar Karadzic gæti sett fram um fjöldamorðin í Srebrenica árið 1995.

Bandaríkjastjórn hefur boðið 5 milljónir Bandaríkjadollara fyrir upplýsingar sem geti leitt til handtöku Karadzic.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert