Hillary Clinton hefur náð að safna mestu fé í kosningasjóð sinn

Hillary Clinton getur brosað breitt þessa dagana enda hefur henni …
Hillary Clinton getur brosað breitt þessa dagana enda hefur henni gengið vel að stækka kosningasjóð sinn. AP

Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, nær nú að safna fé í kosningasjóð sinn hraðar en helsti keppinautur hennar, Barack Obama, að því er opinberar tölur benda á.

Að loknum þriðja ársfjórðungi var Clinton búin að safna 35 milljónum dala á meðan Obama var búinn að safna 32 milljónum dala, en kosningasjóður hans var digrari en Clintons að loknum öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Af þeim repúblikönum sem sækjast eftir útnefningu fyrir kosningarnar hefur Rudolph Guiliani safnað mest eða 11,6 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi. Það er minna en hann náði að safna á öðrum ársfjórðungi sem var 17,5 milljónir dala.

Engin fordæmi eru fyrir þeim upphæðum sem frambjóðendur demókrata hafa náð að safna.

Öllum forsetaframbjóðendunum er skylt að birta tölur ársfjórðungslega yfir það hversu mikið fé þeir hafa náð að safna. Tölurnar þykja sýna fram á hversu miklu skriði kosningabarátta frambjóðendanna er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert