Þjónustumiðstöð á Ráðhúsplássinu tekin niður

Við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn.
Við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Ákveðið hefur verið að umdeild þjónustumiðstöð sem reist var á Ráðhúsplássinu í Kaupmannahöfn árið 1996 verði tekin niður vegna byggingar neðanjarðarlestarstöðvar á torginu. Klaus Bondam, sá borgarstjóri Kaupmannahafnar sem fer með umhverfismál, segir ólíklegt að húsið verði reist að nýju þegar framkvæmdum vegna lestarstöðvarinnar verður lokið. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Byggingin var reist í tilefni af því að Kaupmannahöfn var ein af menningarborgum Evrópu árið 1996 og kostaði bygging hennar 10-12 milljónir danskra króna.

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við byggingu 14 nýrra neðanjarðarlestarstöðva í Kaupmannahöfn árið 2009. Ein stöðvanna verður við Konunglega leikhúsið á Kóngsins Nýtorgi og er ljóst að framkvæmdir munu teppa aðalinngang leikhússins á meðan þær standa yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert