Vilja að Bandaríkjastjórn hefji aftur rannsókn á fljúgandi furðuhlutum

Þjóðarleikhúsið í Peking þykir minna á fljúgandi furðuhlut.
Þjóðarleikhúsið í Peking þykir minna á fljúgandi furðuhlut. Reuters

Hópur fyrrum flugmanna og opinberra starfsmanna hefur kallað eftir því að Bandaríkjastjórn hefji á ný rannsókn á fullyrðingum þeirra sem segjast hafa séð fljúgandi furðuhluti.

Blue Book verkefnið, sem bandaríski loftherinn hafði umsjón með, var stungið ofan í skúffu á seinni hluta sjöunda áratug síðustu aldar. Herinn hafði það verkefni að rannsaka 12.500 fullyrðingar einstaklinga sem sögðust hafa séð fljúgandi furðuhlut.

Umræddur hópur samanstendur m.a. af fyrrum herforingjum frá sjö löndum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa annað hvort séð fljúgandi furðuhluti eða rannsakað fyrirbærið.

Bandaríski loftherinn heldur því hinsvegar fram að ekkert hafi gerst sl. 40 ár sem réttlæti það að rannsóknin verði tekin upp.

Á hverju ári segjast þúsundir einstaklinga hafa séð fljúgandi furðuhluti í Bandaríkjunum. Í flestum tilvikum eru fullyrðingar þeirra dregnar í efa.

Hópurinn sem um ræðir er hinsvegar á þeirri skoðun að Bandaríkjastjórn eigi að taka slíkar fullyrðingar alvarlega, en ekki vísa þeim á bug.

Þetta kom fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert