Fundað um Íran á laugardag

Frá París
Frá París AP

Fulltrúar sex ríkja ætla að funda í París næstkomandi laugardag og ræða refsiaðgerðir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í dag.
<p>
Fundurinn átti upphaflega að eiga sér stað þann 19. nóvember, en honum var frestað þegar Kínverjar tilkynntu að þeir gætu ekki tekið þátt þá.
<p>
Í tilkynningunni segir að Nicolas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra, taki þátt fyrir hönd Bandaríkjamanna, en auk þeirra senda Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar og Þjóðverjar fulltrúa á fundinn. Löndin hafa mótað stefnu Sameinuðu þjóðanna í málinu, en öll eiga þau fastafulltrúa í öryggisráði SÞ nema Þjóðverjar.
<p>
Bandaríkjamenn hvöttu síðastliðinn mánudag Kínverja til að styðja nýja ályktun öryggisráðsins um hertar aðgerðir gegn Írönum, sem margir óttast að ætli að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Frá París
Frá París AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert