Bretar þjóða hrifnastir af skyndimat

Morgunblaðið/Árni Torfason

Bretar eru sú þjóð í heiminum sem hrifnust er af skyndibitum, en Bandaríkjamenn fylgja fast á hæla þeirra. Frökkum þykir minnst til skyndimatar koma, samkvæmt könnun sem gerð var í 13 löndum og birt í dag.

Það var breska skoðanakönnunarstofan Synovate er gerði könnunina í samstarfi við BBC.

45% Breta tóku undir fullyrðinguna: „Mér finnst skyndimatur of bragðgóður til að geta hætt að borða hann.“ 44% Bandaríkjamanna kváðust sammála þessu, og 37% Kanadamanna. Aftur á móti sagðist 81% Frakka þessu alveg ósammála.

„Bretar vilja fá sinn fisk og franskar,“ sagði Steve Garton hjá Synovate. Talsmaður fyrirtækisins í Frakklandi, Thierry Pailleux, sagði aftur á móti að Frakkar hugsuðu alltaf um útlitið og það væri hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar að forðast offitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert