Musharraf aðvarar Vesturlönd

Pervez Musharraf forseti Pakistans
Pervez Musharraf forseti Pakistans Reuters

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur varað Vesturlönd við því að það muni hafs mikil áhrif á Vesturlöndum tapi yfirvöld í Pakistan stríði sínu við öfga- og hryðjuverkamenn. Musharraf sagði í ræðu sem hann flutti í Bretlandi í gær að yfirvöld á Vesturlöndum ættu því fremur að hvetja og styðja yfirvöld í landinu en að gagnrýna þau. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

„Við erum í framvarðalínunni í baráttunni gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og árangur okkar skiptir því sköpum. Við verum að sigra því ef við töpum þá tel ég að það muni hafa áhrif á heimshlutann og allan heiminn, jafnvel líka á strætumEvrópu,” sagði hann er hann ávarpaði samtökin Royal United Services Institute (RUSI) í London.

„Vegna þessa verðum við að standa saman. Við verðum styðja hvert annað, hvetja hvert annað, styrkja hvert annað í stað þess að gagnrýna og dylgja.”  Forsetinn staðhæfði einnig að kosningarnar sem fram eiga að fara í landinu í mars verði frjálsar og sanngjarnar, gegnsæjar og friðsamlegar. „Ég vil gjarnan að mér verði bent á það hvernig hægt verði að svindla í kosningunum og bendi einhver mér á eitthvað slíkt mun ég koma því áleiðis til yfirmanns kjörstjórnar til athugunar,” sagði hann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert