Vetrarhörkur í Kína

Talið er að óveður og miklar vetrarhörkur í Kína hafi valdið um 100 milljón manns vandræðum og valdið um 500 milljarða króna tjóni. Ríkisstjórnin hefur sent 300 þúsund hermenn til aðstoðar og 1,1 milljón varaliða hersins hafa verið kallaðir út vegna veðurofsans.

Opinberir starfsmenn segja að læknar og sjúkraliðar hafi aðstoðað um 200 þúsund sjúkra og slasaðra og að um 60 manns hafi látist í kuldunum en fréttaskýrendur BBC telja að sú tala sé mun hærri.

Samgöngur liggja niðri og yfirvöld hafa áhyggjur af uppskerubresti haldi þessar vetrarhörkur áfram.

Margar milljónir manna eru án rafmagns og vatns. Yfirvöld hafa skipað fyrir um aukna kolaframleiðslu og sett neyðarverðskrá á eldsneyti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert